Ráðstefna NJF haldin á Íslandi

NJF er heiti á samnorrænum samtökum á sviði landbúnaðarvísinda. Samtökin voru stofnuð 1918 og fyrstu norrænu samtök fræðafólks í landbúnaði. Stutt er síðan haldið var uppá aldar starfsafmæli og er stefnan að halda ótrauð áfram. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er því „Áfram veginn í landbúnaði“ sem passar vel á leið samtakanna inní næstu starfsöld sína.

Síðasta ráðstefna var haldin 2018 í Litháen en er nú haldin á Íslandi og fer fram á Selfossi. Á þessu ári munu samtökin minnast þess sérstaklega að 250 ár eru liðin frá rannsóknarleiðangri hins sænska náttúrufræðings og lærisveins Linnaeus, Daniel Solander og fleirum til Íslands. Þá verður þess einnig minnst að Ísland varð aðili að NJF samtökunum í maí árið 1927 en 27 ár eru síðan ráðstefnan var síðast haldin á Íslandi.

Ráðstefnan fer fram dagana 27. - 29. september á Hótel Selfossi. Fjöldi erinda og málstofa verða á döfinni og fjalla meðal annars um jurtafæðu, heilbrigði jarðvegs, plöntuheilbrigði, dýravelferð, nýjar plöntur fyrir norrænar aðstæður, loftslag og loftslagsbreytingar sem og fæðuöryggi.

Með ráðstefnunni er leitast við að stefna saman vísindafólki, doktorsnemum, hagaðilum í landbúnaði og ráðgjöfum á sviðinu til að skiptast á hugmyndum, kynna verkefni og ræða niðurstöður í því nýjasta í heimi landbúnaðarvísindanna. Hér má nálgast nánari dagskrá ráðstefnunnar.

Vefur NJF

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image