Forsýða skýrslunnar unnin af Rebekku Guðmundsdóttur

Nýsköpunarverkefni unnin við umhverfisskipulagsbraut

Vistvænar samgöngur. Mynd úr skýrslunni
Umhverfisvænt-vistvænt-sjálfbært. Mynd úr skýrslunni

Við umhverfisskipulagsbraut LbhÍ var unnið nýsköpunarverkefni sl. sumar í tengslum við Norrænt verkefni um sjálfbærni og samkeppnishæfni bæja. Verkefnið var unnið af Ásu Katrínu Bjarnadóttur og Rebekku Guðmundsdóttur.

Verkefni Rebekku fólst í greiningu og endurhönnun á miðsvæði Akraness. Í því felast tækifæri sem geta styrkt innviði bæjarins og möguleika til vistvænna spora sem síðar getur aukið samkeppnishæfni bæjarins. Greiningar leiddu til tillögu að bættu vistvænu skipulagi á miðsvæði Akraness þar sem aðal áherslan var að hanna vistvænar lausnir til umhverfisvænnar endurnýjunar. Lausnirnar koma fram í teikningum af svæðinu og skýringarmyndum sem sýna möguleg tækifæri. Með lagningu samfelldra göngu- og hjólastíga er ekki aðeins verið að auka öryggi heldur er verið að stíga vistvæn spor til framtíðar. Spor sem eru gríðarlega mikilvæg til að bærinn geti tekist á við framtíðina og skilað umhverfinu í betra ásigkomulagi en hann tók við því.

Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að gífurleg tækifæri liggja á Akranesi til þess að verða umhverfisvænni, sjálfbærari og samkeppnishæfari. Í gegnum Landsskipulagsstefnu, heims markmið Sameinuðu þjóðanna og Parísar- samkomulagið hefur Ísland sem samfélag skuldbundið sig til að axla ábyrgð. Þar þurfa allir að taka þátt. Þessir þættir voru mikilvægt leiðarljós við gerðverkefnis og leiddu sýnina.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image