Nýr lektor í líffræði búfjár

Charlotta Oddsdóttir er nýr lektor í líffræði búfjár við LbhÍ. Charlotta er með PhD gráðu frá dýralæknadeild Edinborgarháskóla, þar sem hún rannsakaði orsakaþætti legbólgu í hryssum. Áður lauk hún kandídatsprófi í dýralækningum frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn.

Hún hefur frá 2011 starfað hjá Matvælastofnun, fyrst sem eftirlitsdýralæknir en svo sem sérgreinadýralæknir inn- og útflutningseftirlits. Þar áður starfaði hún hjá Dýralæknamiðstöðinni á Hellu. Árin 2011 og 2012 var hún stundakennari við LbhÍ og hefur síðan 2009 séð um námskeið í æxlunarfræði hrossa við Háskólann á Hólum. Fram að því hafði hún verið aðstoðarkennari við dýralæknadeild Edinborgarháskóla, þar sem hún kenndi í þremur námskeiðum auk þess að vinna við hestaspítalann.

Hún hefur sótt fjölmargar ráðstefnur og fundi og kynnst mörgum kollegum sem stunda rannsóknir í faginu víða um heim. Sérsvið Charlottu lýtur að frjósemi búfjár, en áhugi hennar beinist einnig að öðrum rannsóknaverkefnum tengdum dýraheilbrigði. 

Um nýja starfið segir Charlotta að hún hafi áhuga og metnað fyrir því að gera nám í búvísindum að góðum undirbúningi fyrir fólk sem hefur hug á að starfa í vísindum, eða nota námið sem grunn að sérhæfðara framhaldsnámi. Hún telji mikilvægt að LbhÍ hafi gott og stöðugt samstarf við aðrar háskólastofnanir og við rannsóknar- og eftirlitsstofnanir í landbúnaði.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image