Út er komin ný grein í Icelandic Agricultural Sciences um lífmassaföll fyrir náttúrulegt birki á Íslandi. Mynd: Rúv

Ný grein var að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences.

Út er komin ný grein í vísindatímaritinu Icelandic Agricultural Sciences greinin ber heitið Single tree aboveground biomass models for native birch in Iceland og er eftir þá Þorberg Hjalta Jónsson og Arnór Snorrason sem starfa sem sérfræðingar á Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá.

Íslenskur titill á greininni er „Lífmassaföll fyrir náttúrulegt birki á Íslandi“ og minnir á að birki er ríkjandi trjátegund í náttúrulegu skóg- og kjarrlendi hérlendis. Höfundar settu fram lífmassaföll fyrir íslenskt birki sem byggja á lagskiptu slembiúrtaki úr öllum birkiskógum landsins, sem sýnir hversu umfangmikil gögn liggja að baki rannsóknarinnar. Höfundar mátu áreiðanleika lífmassafallanna með öðru gagnasafni úr íslenskum birkiskógunum og eftir samanburð nokkurra aðferða reyndist einfalt veldisfall áreiðanlegt þegar þvermál birkitrjánna er mælt við jörðu best. Lífmassaföll sem byggja á þvermáli 0.5 m frá jörðu reyndust gefa skekkt gildi fyrir minnstu trén, en hingað til hafa slík föll verið notuð til að reikna standandi lífmassa og kolefnisbindingu íslenskra birkiskóga. Þar með hefur skógræktarfólk fengið enn betri aðferð til að fylgjast með og meta vöxt birkis, okkar helstu innlendu trjátegund. Greinin er því afar mikilvægt innlegg í sífellt aukna þekkingu á íslensku skóglendi.

Greinina má nálgast hér

Þorsteinn Guðmundsson ritstjóri IAS

mynd:Rúv

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image