Samtök um landbúnað á Norðurslóðum (e. Circumpolar Agricultural Association, CAA) eru samtök einstaklinga í öllum löndum á Norðurslóðum. Ráðstefnur samtakanna eru haldnar á þriggja ára fresti og verður níunda ráðstefnan haldin í Reykjavík dagana 6. til 8. október 2016. Viðfangsefni ráðstefnunnar verður:
Hlutverk landbúnaðarins í lífhagkerfi Norðurslóða
Lífhagkerfið (e. Bioeconomy) er byggt á lífrænum auðlindum og hefur athyglin beinst í æ ríkara mæli að þessari nálgun á síðustu árum. Landbúnaðurinn þarf að nýta sér þá athygli sem lífhagkerfið fær því græna lífhagkerfið snýst fyrst og fremst um landbúnað og afurðir hans.
Á ráðstefnunni verður fjallað um svæðisbundna framleiðslu sem styrkir dreifðar byggðir, matvælaframleiðslu á Norðurslóðum, ferðamennsku og nýsköpun sem bregst við breyttum aðstæðum. Sérstök áhersla verður lögð á að að kynna góðan árangur sem hefur náðst á einu svæði og aðrir geta notið góðs af.
Matvælasýning á vegum lokaráðstefnu NordBio áætlunarinnar verður felld inn í dagskrána. Þann 8. október verður farin skoðunarferð þar sem gestir kynnast íslenskum landbúnaði.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu rástefnunnar: www.caa2016.com og upplýsingar má líka finna á Facebook síðu ráðstefnunnar.
Ráðstefnan hefur einu sinni áður verið haldin á Íslandi en það var árið 2001. Þá bar ráðstefnan heitið „Legacy and Vision in Northern Agriculture“ og var ætlað að beina athygli að samspili sögu og menningar við undirstöðu landbúnaðarins.