Nemendur vinna að gerð Votlendisstígs

Nemendur í Byggingafræðinámskeiði hjá Ragnari Frank, lektor við LbhÍ, fá heldur betur að nota kraftana á meðan þau sitja hjá honum námskeiðið. Hópurinn og Ragnar vinna nú að lagningu hluta göngustígs, svokallaðs votlendisgöngustígs, í Móholtinu austan við leikskólann á Hvanneyri.

Nemendur koma af náttúru- og umhverfisfræðibraut annars vegar og af umhverfisskipulagsbraut hins vegar, og eru fimm þýskir skiptinemar þeirra á meðal. Aðspurð um verkefnið segjast þau að námið hér á landi sé ólíkt náminu heima við af því leyti að hér sé meiri áhersla á verkleg verkefni. Í náminu í Þýskalandi hafa þau frekar verið að fylgjast með, en það sé miklu skemmtilegra að fá að taka þátt eins og þau fengu að gera þegar fréttaritari leit við hjá þeim.

Háskóli Íslands
Þýsku skiptinemarnir, Anja, Jenni og Bettina, við vinnuna

Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur hafa þurft að leysa verkefni sem þetta í Byggingafræðinámskeiðinu hjá Ragnari. Almenn ánægja er meðal nemendanna sem segja kennslustundirnar hafa verið fjölbreyttar, verkefnin óvænt en á sama tíma mjög skemmtilegt að vinna þau.

„Þetta eru verkefni sem muna koma til með að skilja eitthvað eftir, ég kem til að muna eftir þessu. Þarna fáum við tækifæri til að gera mistök og læra af þeim. Það mun nýtast okkur í starfi seinna meir. Segir Guðni Rúnar Jónasson, nemandi í umhverfisskipulagi.

Háskóli Íslands
Bera þurfti stóra drumba til að leggja yfir mýri

Lagning göngustígsins um svæðið er þriggja ára verkefni og er vinnan því einungis á byrjunarstigi. Ragnar Frank hefur umsjón með verkefninu sem er aðgerð í endurheimt votlendis. Hann vonast til að svæðið, sem mest megins eru tjarnir og mýri, verði vel nýtt af heimamönnum, gestum og sérstaklega börnum á Hvanneyri þegar búið verður að leggja 500 metra göngustíginn. 

Byrjað var á fylla upp í skurði og tjarnir á svæðinu fyrir um þremur árum síðan. Samhliða endurheimt votlendis vinnur Hlynur Óskarsson, deildarforseti umhverfisdeildar LbhÍ, að rannsóknarverkefni á svæðinu sem miðar að því að skoða áhrif hækkunar grunnvatns í votlendi og gróðurframvinduna. 

Háskóli Íslands
Drumbarnir komnir á sinn stað

Háskóli Íslands
Ragnar Frank, til vinsti, leiðbeinir nemendum

Háskóli Íslands
Göngustígurinn verður um 500 metrar og mun liggja í hring

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image