Mikið líf og fjör á starfsstöð LbhÍ á Keldnaholti í júlí

Landbúnaðarháskóli Íslands stendur þessa dagana fyrir alþjóðlegum sumarskóla fyrir meistara- og doktorsnema um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélög norðurslóða í samstarfi við Helsinki háskóla, Lundarháskóla, Árósaháskóla, Háskóla Grænlands og Landbúnaðaháskóla Eistlands. Námskeiðið nefnist: „Effects of climate change on Arctic ecosystems and societies“.

Það hófst þann 3 júlí s.l. í Nuuk í Grænlandi, en alls stendur það í tvær vikur, en seinni vikuna hefur hópurinn verið á Íslandi, á starfsstöð LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík. Þátttakendur eru alls 42 talsins og nemendurnir koma frá 14 mismunandi þjóðlöndum. Það má með sanni segja að hópurinn hafi lífgað upp á stemminguna hjá okkur á Keldnaholti.

Ef þú vilt vita meira um hvað við erum að bralla – þá bendum við þér á að fara inn á Twitter-síðu námskeiðsins: #ArcticCourse

Háskóli Íslands
Hópurinn heimsótti m.a. rannsóknaverkefnið FORHOT sem LbhÍ rekur í samstarfi við ýmsar innlendar og erlendar rannsóknastofnanir á Reykjum í Ölfusi (www.forhot.is). Ljósm. BDS

/ Bjarni Diðrik (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image