Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í að halda norrænan doktorsnemakúrs um skógrækt og loftslagsmál

Dagana annan til sjötta september fer fram norrænn doktorsnemakúrs sem nefndist á íslensku „Skógrækt til líforkuframleiðslu og möguleikar hennar til að draga úr hækkandi styrk gróðurhúsalofttegunda“. Það er Háskólinn í Austur Finnlandi, Landbúnaðarháskóli Íslands, Sænski landbúnaðarháskólinn og Eistneski landbúnaðarháskólinn sem standa saman að kúrsinum, en hann fer fram í rannsóknastöðinni í Mekrijärvi í Austur Finnlandi, sem er um 50 km frá rússnesku landamærunum. Kennari frá LbhÍ er Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor í skógfræði.

Námskeiðið er kostað af NOVA-háskólanetinu, en það er samstarfsnet allra háskóla Norðurlanda sem fara með fagsvið landbúnaðar og landnýtingar. Þetta samstarf er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska nemendur í sérhæfðu framhaldsnámi við Landbúnaðarháskóla Íslands, en í gegnum það geta þeir aflað sér nýjustu þekkingar á sínum fræðasviðum. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image