Við leitum eftir umhverfisstjóra í fullt starf

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða umhverfisstjóra

Umhverfisstjóri hefur umsjón með faglegri stefnu á sviði umhverfis- og loftslagsmála við skólann og framkvæmd hennar. Um er að ræða fullt starf. Möguleiki er á því að ráða viðkomandi í akademískt starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Innleiðing stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum
 • Yfirumsjón með umhverfisbókhaldi skólans og umbótaverkefnum í umhverfis- og loftslagsmálum
 • Innleiðing verkefna sem miða að kolefnishlutleysi skólans
 • Uppbygging á erlendu samstarfi og fjármögnun alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunarverkefna sem snúa m.a. að landnýtingu og landnotkun
 • Umsjón og uppbygging útisvæða á jarðeignum skólans m.a. í friðlandi fugla í Andakíl
 • Kennsla á grunn- og framhaldsstigi og leiðbeining nemenda í rannsóknaverkefnum
 • Birting greina og miðlun upplýsinga

Hæfniskröfur

 • Doktorsgráða í umhverfisstjórnun eða tengdum greinum er æskileg og krafa um meistaragráðu
 • Góð tæknileg þekking á umhverfis- og loftslagsmálum
 • Reynsla af verkefnastjórnun og alþjóðlegu samstarfi
 • Reynsla af miðlun og kennslu
 • Heiðarleiki og traust í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæði, drifkraftur og nákvæmni í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 10.01.2022

Nánari upplýsingar
Kristín Theodóra Ragnarsdóttir - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 433 5000
Guðmunda Smáradóttir - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 433 5000

Smelltu hér til að sækja um starfið

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image