Jarðræktarmiðstöð LbhÍ vígð á Hvanneyri

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands hefur verið formlega opnuð á Hvanneyri. Jarðræktarmiðstöðin var áður staðsett á Korpu í Reykjavík en í sumar verður starfssemin flutt til Hvanneyrar. Það þýðir að hin víðfermu landsvæði Hvanneyrar verða í stórauknu mæli notuð undir tilraunir. Jarðræktartilraunir hafa verið stundaðar á Hvanneyri undanfarna áratugi en með flutningi jarðræktarmiðstöðvarinnar frá Korpu á Hvanneyri verður sú starfssemi stórefld. Miðstöðin verður í sk. gömlu Bút á Hvanneyrartorfunni.

LbhÍ og RML stóðu einnig saman að ráðunautafundi á Hvanneyri þar sem starfsmenna stofanna kynnti sín helstu verkefni og ræddu samstarfsfleiti þeirra á milli. Sæmundur Sveinsson, rektor Lbhí, og Karvel L. Karvelsson, framkvæmdarstjóri RML voru sammála um að möguleikar á samstarfi eða samvinnu væri margir, m.a. með fjölgun nemendaverkefna og ráðunautafunda sem þessa.

Áhugasamir um jarðræktartilraunir eru hvattir til að líka við facebooksíðuJarðræktarmiðstöðvar LbhÍ.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image