Þemað í ár er inngilding, jaðarsetning og aðför að mannréttindum.
Jafnréttisdagar hafa verið haldnir árlega síðan 2009. Hugmyndin með Jafnréttisdögum er að þeir hjálpi til við að skapa umræðu um jafnréttismál og að gera þau sýnileg innan skólans sem utan.
Á Jafnréttisdögum gefst fólki tækifæri á að kynnast því starfi og þeim hugmyndum sem hafa verið að gerjast í jafnréttismálum í háskólasamfélaginu.
Viðfangsefni Jafnréttisdaga er jafnrétti í víðum skilningi og að dögunum koma flestir þeir aðilar sem starfa að jafnréttismálum innan háskólans. Fræðileg umfjöllun og fjölbreyttir viðburðir einkenna Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands.
Stútfull dagskrá af spennandi viðburðum.
Ítarlegri uppýsingar um dagskrá Jafnréttisdaga má finna á Facebook og á Instagram.
Dagskrá