Finnbogi Bjarnason valinn Reiðkennari ársins 2024 á Íslandi

Finnbogi Ragnarsson reiðkennari í Reiðmanninum við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands hefur verið valinn Reiðkennari ársins 2024 á Íslandi (FEIF treiner of the year). Við óskum Finnboga innilega til hamingju með tilnefninguna og erum stolt af því að hafa hann í okkar röðum. 

Í umsögn um Finnboga stendur: Finnbogi starfar sem reiðkennari og við þjálfun hrossa á Íslandi og í Sviss. Hann kennir Reiðmanninn I og III á Sauðárkróki þar sem fjöldi nemenda eru skráðir en Reiðmaðurinn er nám í reiðmennsku og hestafræðum á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann er einnig reiðkennari í æskulýðsstarfi Skagfirðings og hefur verið síðustu ár þar sem hann kennir keppnisþjálfun og almenna reiðkennslu fyrir krakkana í félaginu en Finnbogi hefur sjálfur töluvert mikla reynslu á keppnisbrautinni. Hann hefur fylgt krökkunum vel eftir í kennslunni, meðal annars á Landsmóti hestamanna í sumar. Einnig hefur hann starfað við reiðkennslu á hestabraut FNV á Sauðárkróki þar sem er þriggja ára námsbraut í hestamennsku. Í Sviss hefur hann verið virkur í reiðkennslu bæði með ungmennum og fullorðnum, meðal annars aðstoðarmaður/þjálfari nokkurra keppenda í Svissneska landsliðinu. Finnbogi hefur mikinn metnað, er ávallt jákvæður fyrir verkefninu og nemendur láta afar vel af honum. 

Hefur þú áhuga á að vita meira um nám í Reiðmanninum? Nánari upplýsingar á https://endurmenntun.lbhi.is/  

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image