Bjarni Guðmundsson, forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands, er tilnefndur til viðkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Tilnefningar til voru kynntar í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið þriðjudaginn 2. febrúar kl. 17 í Borgarbókasafni Grófarhúsi í Tryggvagötu og er myndin sem fylgir frétt tekin við það tilefni.
Viðurkenning Hagþenkis 2015 verður síðar veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í byrjun mars og nema verðlaunin einni milljón króna. Hagþenkir og Borgarbókasafni munu í vor standa fyrir kynningu á tilnefndum verkum í samstarfi við höfunda, segir í tilkynningu frá félaginu.
Bjarni er tilnefndur fyrir bókina Íslenskir sláttuhættir sem kom út síðasta haust hjá Hinu íslenska bókamenntafélagi. Í bókinni er amboðum og áhöldum til sláttar lýst og fjallað um slátt allt frá landnámsöld til nútímans. Viðrkenningaráð Hagþenkis segir um bókina: Höfundur opnar lesandanum skýra sýn á stórmerkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar og tekst að gæða afmarkað viðfangsefni lífi og lit.
Höfundur lýsir markmiðum sínum þannig: „Ætlunin með þessu ritverki er að safna á einn stað sem mestu af fróðleik um slátt á Íslandi í aldanna rás í þeim tilgangi að fá hugmynd um eðli, þróun og breytingar amboða og verkhátta. Skrifin eru einnig hugsuð sem framlag til varðveislu verkþekkingar. Með þessum þáttum um orfið og ljáinn, og raunar hrífuna líka, í aldanna rás eru lögð drög að íslenskri sláttusögu.“ (sjá heimasíðu HIB)
Starfsfólk Landbúnaðarháskóla Íslands óskar Bjarni til hamingju með tilnefninguna.