Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur lengt uppskerutímann og komið í stað innflutnings að vetri til. Fullnægjandi leiðbeiningar vegna vetrarræktunar á tómötum undir lýsingu við HPS lampa og mismunandi styrkleika af CO2 auðgun eru ekki til staðar og þarfnast frekari þróunar.
Markmiðið var að prófa samspil ljóss og mismunandi styrkleika CO2 auðgunar á vöxt tómata, uppskeru og gæði yfir háveturinn og hvort það væri hagkvæmt.
Skýrslan Áhrif lýsingar og CO2 auðgunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata er komin út í ritröð LbhÍ. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við garðyrkjuráðunauta Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og grænmetisbændur og styrkt af Þróunarsjóði garðyrkjunnar og Matvælasjóði. Verkefnisstjóri var Christina Stadler.
Gerð var tilraun með óágrædda tómata (Lycopersicon esculentum Mill. cv. Completo) frá lok nóvember 2022 og fram til lok mars 2023 í tilraunagróðurhúsi sem var áður undir Landbúnaðarháskóla Íslands, en er núna undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Tómatarnir voru ræktaðir í steinullarmottum í þremur endurtekningum með 2,5 toppi/m2 með einum toppi á plöntu. Prófaðar voru fjórar mismunandi CO2 meðferðir með HPS topplýsingu (450-470 µmol/m2/s) að hámarki í 16 klst. ljós: 1. náttúrulegar CO2 aðstæður (0 ppm CO2), 2. 600 ppm CO2 auðgun (600 ppm CO2), 3. 900 ppm CO2 auðgun (900 ppm CO2), 4. 1200 ppm CO2 auðgun (1200 ppm CO2). Hiti var 18°C (dag og nótt). Hitarör voru stillt á 35°C eftir útplöntun og hækkað í 40°C um miðjan janúar og í 45°C um miðjan febrúar. Tómatarnir fengu næringu með dropavökvun. Áhrif ljóss og CO2 auðgunar voru prófaðar og framlegð reiknuð út.
CO2 auðgun hafði áhrif á plönturnar: Millibil milli klasa var marktækt minni við CO2 auðgun og plönturnar virðast vera með einn klasa í viðbót, á meðan hæð plantnanna varð ekki fyrir áhrifum af aukningu á CO2. Að auki jókst klasalengdin með aukinni CO2 auðgun. Vatnsskilvirkni jókst við CO2 auðgun samanborið við nátturulegar CO2 aðstæður. Plönturnar höfðu þykkara lauf með aukinni CO2 auðgun. Þannig að blaðhiti lækkaði marktækt með aukinni CO2 auðgun.
Tómatar undir CO2 auðgun voru með meiri heildaruppskeru. Fyrri uppskera og markaðshæfrar uppskeru í þyngd og fjöldi uppskorinna aldina var einnig meiri. Að auki voru aldin með marktækt hærri meðalþyngd. Markaðshæf uppskera var tvöfalt meiri með CO2 auðgun. Styrkleikar af CO2 auðgun hafa hins vegar ekki marktæk áhrif á markaðshæfni uppskeru, en fyrsta flokks uppskera jókst vegna meiri þyngdar aldins og aukins fjölda markaðshæfra aldina. Mikil uppskera í „600 ppm CO2“ samanborið við hinar tvær CO2 auðgunarmeðferðirnar gæti orsakast af hærri hita í ræktunarefni plantanna, en lofthiti var sambærilegur milli CO2 meðferða.
Hlutfall uppskerunnar sem hægt var að selja var 40% við náttúrulegar CO2 aðstæður og orsakast það vegna mjög mikils magns af of litlum aldinum. Hins vegar, með CO2 auðgun jókst markaðshæfni uppskeru í meira en 60%. Þar með jókst magn fyrsta flokks aldina af heildaruppskeru með aukinni CO2 auðgun, en hlutfall of lítilla aldina og grænna aldina var óháð styrkleika af CO2 auðgun.
Þar sem dagleg notkun á kWh’s var sú sama milli CO2 meðferða, var skilvirkni orkunotkunar meiri með CO2 auðgun samanborið við plönturnar sem ræktaðar voru við náttúrulegar CO2 aðstæður. Ljósatengdur kostnaður (orkukostnaður + fjárfesting í ljósum) minnkaði lítillega með meiri CO2 auðgun úr 44% í 35% af heildarframleiðslukostnaði, á meðan CO2 kostnaður jókst úr 18% í 38%.
Þegar minnsta magn af CO2 auðgun var borin saman við meðferð með náttúrulegu CO2, jókst uppskera um 8,5 kg/m2 og framlegð um 2.600 ISK/m2. Að auka CO2 enn frekar í „900 ppm CO2“ samanborið við „600 ppm CO2“, leiddi til 0,2 kg/m2 minni uppskeru og 1.600 ISK/m2 minni framlegð. Hæsta CO2 auðgunin gaf samanborið við „900 ppm CO2“ 0,8 kg/m2 meiri uppskeru, en 2.600 ISK/m2 minni framlegð.
Möguleikar á að lækka kostnað, með öðrum hætti en að lækka rafmagnskostnað, eru taldir upp í umræðukaflanum í þessari skýrslu. Þar er ráðlegt að rækta tómata undir viðbótarljósi og CO2 auðgun. En mælt er með því að CO2 auðgun ætti ekki að vera meiri en 900 ppm CO2 til að ná fram hagvæmni. Fleiri rannsóknir eru nauðsynlegar með mismunandi CO2 auðgun og PPFD gildi til að finna bestu samsetningu þessara þátta.
Nákvæmari niðurstöður sem og nokkrar tillögur um sparnað er að finna í lokaskýrslunni. Skýrslan er nr. 165 í ritröð LbhÍ.