Ævintýrablær í borgarskipulagi

Sigríður Kristjánsdóttir, lektor í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir mikilvægt að fyrirhugað hverfisskipulag í Reykjavík og vinna við það verði hugsað upp á nýtt, eftir að tillaga um slíkt var fellt í borgarráði í vor. Hún var gestur Morgunútvarpsins Rúv 16.7.
 

Skipulagsmál hafa verið í deiglunni að undanförnu. Í samstarfssáttmála meirihlutans í Reykjavík er meðal annars kveðið á um svokallað hverfisskipulag; að það verði unnið í nánu samráði við íbúa með það að markiði að skapa sjálfbær hverfi með heildstæða þjónustu. Sigríður segir brýnt að vanda til verka við hverfisskipulag, rannsóknum og tilraunum. Hún segir skorta faglega umræðu um skipulagsmál í Reykjavík, meðal annars vegna þess hversu margar verkfræðistofur hafa tekið þátt í vinnu við skipulagið. Það vanti utanaðkomandi gagnrýni og aðhald. 

Sigríður sagði mikilvægt að læra af reynslu annarra þjóða í skipulagsmálum en við ættum heldur ekki að apa allt eftir öðrum, heldur taka tillit til og gera mat úr sérstöðu okkar. Þá sé mikilvægt að skipulagið sé raunsætt og taki tillit til þátta á borð við markaðslögmál og eignarhalds. Það sé til dæmis ekki hægt að fjölga kaupmönnum á horninu með fyrirskipun í aðalskipulagi, það verði líka að vera markaðslegar forsendur fyrir hendi. Nýtt aðalskipulag hafi að þessu leyti yfir sér ákveðinn ævintýrablæ.  /Ríkisútvarpið sagði frá. Meðfylgjandi mynd er úr safni LbhÍ og sýnir nýtt hús í einu af úthverfum Reykjavíkur.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image