Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á nokkur pláss á 4 ECTS eininga námskeið á háskólastigi á sviði skógræktar og landgræðslu.
Á námskeiðinu kynnast nemendur fagsviði og sögu skógræktar og landgræðslu á Íslandi. Fjallað er um hvað er skógfræði, stöðu skóga í heiminum í dag og sér í lagi á Íslandi.
Farið er yfir helstu markmið skógræktar, hverjir stunda skógrækt og helstu tegundir í skóg- og trjárækt hér á landi. Farið er yfir inngang að landgræðslufræðum og fjallað um vistfræði skóga og samanburður við náttúruskóga og skóglaust land og skógrækt sem mótvægisaðgerð í loftslagsmálum.
Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta gert grein fyrir stöðu skógamála hérlendis og í heiminum og vera með gott yfirlit yfir sögu skóga og skógrækta á Íslandi. Nemendur eiga að þekkja fagleg hugtök tengd skógfræði og landgræðslu, nefnt uppruna og eiginleika trjátegunda og greint helstu trjátegundir sem ræktaðar eru hérlendis.
Jafnframt eiga nemendur að geta gert grein fyrir tengslum skógræktar við loftslagsmál.