Tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Laust er til umsóknar starf tilraunastjóra í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Um fullt starf er að ræða og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
Tilraunastjóri ber ábyrgð á framkvæmd tilrauna að beiðni og í samstarfi við aðra sérfræðinga LbhÍ, kemur að skipulagningu tilraun, gagnavinnslu og kynningu niðurstaðna. Sér um samskipti við bændur, ráðunauta og aðra fagaðila á sviðinu. Tilraunastjóri getur í samráði við yfirmann staðið að eigin rannsóknum. Tilraunastjóri skal sjá til þess að nauðsynlegur tækjabúnaður og aðstaða til jarðræktarrannsókna sé í starfhæfu ástandi. Krafist er vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum, t.d. við undirbúning tilrauna og skráningu niðurstaðna. Tilraunastjóri þarf að hafa þekkingu á tilraunuppsetningu, hagnýtum þáttum áburðar- og jarðvegsfræða, úrvinnslu gagna o.fl. Krafist er lipurðar í mannlegum samskiptum og sjálfstæðra vinnubragða auk reynslu af verklegum framkvæmdum og meðferð landbúnaðarvéla. Mögulegt er að starfsmaðurinn komi að kennslu við LbhÍ. Næsti yfirmaður tilraunastjóra er deildarforseti háskóladeildar LbhÍ.
Hæfnikröfur
Umsækjendur skulu geta sýnt fram á með námsferli sínum og starfsreynslu að þeir séu færir um að skipuleggja og framkvæma tilraunir í jarðrækt. Umsækjendur skulu hafa lokið M.Sc. prófi, hið minnsta, með áherslu á jarðrækt eða skyld fög.
Starfsmaðurinn mun þurfa að sinna tilraunum á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands sem fram fara um allt land, en meginstarfsstöðvar eru þrjár, staðsettar á Hvanneyri í Borgarfirði, á Keldnaholti í Reykjavík og að Reykjum í Ölfusi. Aðal tilraunastöð LbhÍ í jarðrækt er staðsett að Korpu í Reykjavík. Komi starfsmaðurinn að kennslu fer hún að mestu fram á Hvanneyri.
Frekari upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Hallsteinn Hallsson deildarforseti í síma 433 5000 eða tölvupósti
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.lbhi.is