Opið hús í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta

Það verður mikið um að vera í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, en þann dag verður opið hús í skólanum frá kl. 10 til 17:30. Hátíðardagskrá hefst nokkru síðar eða kl. 14.

Í aðalbyggingu skólans fer fram Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum og eru allir velkomnir til að fylgjast með keppendum að störfum. Sumarið er komið í garðskálanum og hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu. Verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsi. Á útisvæði verður í gangi námskeið í torf– og grjóthleðslu.

Kaffiveitingar og markaðstorg með garðyrkjuafurðir. Ýmis fyrirtæki verða með afurðir til sýnis og sölu. Kynning á námi við skólann og alls konar námskeiðum sem eru í boði.

Nýlega kom í hús önnur uppskera af kaffi úr bananahúsi skólans. Hægt verður að kaupa sér bolla af kaffi og smakka hvernig til hefur tekist. Hver bolli er sérmerktur og fylgir með í kaupunum. Einstakt tækifæri til að smakka kaffi ræktað á Íslandi. Í mötuneyti skólans verður hægt að kaupa og kaffi og heimabakað meðlæti.

Kl. 14:00-15:30 verður hátíðardagskrá þar sem afhent verða Garðyrkjuverðlaun LbhÍ, Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar og nýr Íslandsmeistari í blómaskreytingum lítur dagsins ljós.

Hátíðardagskrá í Garðyrkjuskólanum
14:00 – 14:05
Setning - Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ
14:05 – 14:30
Garðyrkjuverðlaun 2014 -
Mennta– og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson
14:30 – 14:35
Tónlistaratriði
14:40 – 14:55
Umhverfisverðlaun Hveragerðis - Umhverfisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson
15:00—15:05
Tónlistaratriði
15:05 – 15:30
Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum, verðlaunaafhending -
Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Reykjum

Það er auk þess margt að gerast í Hveragerði á sumardaginn fyrsta, en nefna má eftirfarandi:
Tilboð á hádegisverði hjá HNLFÍ
Skátamessa kl. 11:00 í Hveragerðiskirkju
Lay Low með tónleika við sundlaugina kl. 12:00
Nútímakonur í Listasafni Árnesinga opið kl. 12-18
Þrautabraut í sundlauginni

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image