Opið fyrir umsóknir í nám við LbhÍ

Nú er opið fyrir umsóknir í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Skólinn hefur mikla sérstöðu meðal íslenskra háskóla og býður upp á nám sem ekki er í boði í öðrum háskólum landsins. Viðfangsefni skólans er náttúra Íslands - nýting, viðhald og verndun. Vertu með - sæktu um hér!

Boðið er upp nám á eftirfarandi háskólabrautum (BS/MS). Kennt er á Hvanneyri. Hægt er að leigja húsnæði af nemendagörðum LbhÍ, frá einu herbergi upp í fjögra herbergja íbúðir.

- Umhverfisskipulag
- Skógfræði og landgræðsla
- Náttúru- og umhverfisfræði
- Hestafræði
- Búvísindi

Meistaranám í Skipulagsfræði er kennt á Keldnaholti í Reykjavík og er tveggja ára rannsóknartengt nám.

Búfræði er tveggja ára nám í framhaldsskólastigi, bæði verklegt og bóklegt. Kennt er á Hvanneyri.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image