Nýtt rit LbhÍ: Uppgræðsla með staðargróðri á Skaftafellsheiði í Öræfum

Út er komið rit LbhÍ nr 82: Uppgræðsla með staðargróðri á Skaftafellsheiði í Öræfum.  Höfundar eru Járngerður Grétarsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson.

Ritið er lokaskýrsla til Kvískerjasjóðs sem styrkti verkefnið árið 2015.  Í verkefninu var prófað að dreifa mosabútum með slægjuþekju í jaðri göngustígs á Skaftafellsheiði þar sem umferð göngumanna hefur valdið skemmdum á gróðri.  Lagðir voru út tveir 24m² tilraunareitir með mosadreifingu og slægjuþekju í júní 2015 og gerðar gróðurmælingar í reitum og á samanburðarsvæðum haustið 2016.  Gróðurmælingar sýndu um 55% mosaþekju á dreifingarsvæði ári eftir aðgerðir samanborið við 38% þekju á samanburðarsvæði utan reitanna þar sem engin dreifing fór fram.  Það var því að jafnaði um 17% meiri þekja af mosa þar sem honum var dreift í tilraunareiti miðað við samanburðarsvæði. Myndir af afrakstri dreifingarinnar sýna einnig að mosabútarnir festu sig helst í jaðri annars gróðurs og í litlum misfellum í nærumhverfinu s.s. á milli steina. 

Niðurstöður verkefnisins sýna að það er hægt að flýta landnámi mosa og auka mosaþekju með fremur einföldum og fljótlegum aðferðum.  Aðferðirnar fela í sér söfnun gamburmosa (Racomitrium sp.) úr heilli mosaþembu án þess að skaða mosaþekjuna, magndreifingu mosabúta á rýran mel og lífræna þekju sem hægt er að safna með því að slá t.d. grasspildu en þekjan heldur mosabútunum á staðnum meðan þeir festast við undirlagið.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image