Nýtt rit LbhÍ: Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum

Út er komið nýtt rit um val á götutrjám og ræktun þeirra eftir þau Samson B. Harðarson og Steinunni Garðarsdóttur. Götutré gegna margvíslegu hlutverki og eru mikilvægur hluti af bæjarmynd og græna hluta borga. Götutré vaxa oft við mjög erfiðar aðstæður og jafnframt eru gerðar miklar kröfur til þeirra. Val á götutrjám er því ekki einfalt en sé vel að því staðið og vandað til við ræktun, gróðursetningu og umhirðu geta götutré haft afgerandi jákvæð áhrif á umhverfið og upplifun íbúa.

Á vegum Yndisgróðurs hefur nú verið gefið út ritið Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum en það byggir á tillögu um stefnumótun um götutré sem var unnin fyrir Reykjavíkurborg árið 2012 í kjölfar mikilla umræðna um götutré í borginni og deilna sem urðu um ágæti alaskaspar sem götutrés. Í kjölfarið hefur Reykjavíkurborg meðal annars mótað stefnu um ræktun fjölbreytts trjágróðurs sem hæfir aðstæðum og tryggir sem best lífsskilyrði fyrir tré.

Þetta rit byggir ofangreindri skýrslu með uppfærðum upplýsingum um stöðu mála í ræktun götutrjáa í Reykjavík. Skýrslan hefur verið endurskoðuð með það í huga að nýtast sem góð almenn umfjöllun um ræktun og val á götutrjám almennt. Hún ætti því að nýtast sveitafélögum og öðrum aðilum sem koma að ræktun götutrjáa um allt land.

Háskóli Íslands

Á heimasíðu Yndisgróðurs er jafnframt að finna umfjöllun um götutré, sjá: http://yndisgrodur.lbhi.is/pages/2782

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image