Nýtt rit LbhÍ: Arfgeng hreyfiglöp (familial episodic ataxia) hjá lömbum undan hrútnum Breka

Út er komið Rit LbhÍ nr. 87 - Arfgeng hreyfiglöp (familial episodic ataxia) hjá lömbum undan hrútnum Breka. Höfundur ritsins er Charlotta Oddsdóttir, lektor við LbhÍ.

Ritið tekur saman athuganir á lömbum með einkenni arfgengra hreyfiglapa. Lömbin voru undan hrútnum Breka ne árið áður hafði stórt hlutfall lamba undan honum sýnt sambærileg einkenni. Í því skyni að rannsaka gallann var hrútnum hleypt til sex áa á Hesti og lömbin undan þeim rannsökuð. Einnig er fjallað almennt um klíníska skoðun á sauðfé með taugaeinkenni og arfgenga taugasjúkdóma sem þekkjast í ungviði búfjár. Í lok skýrslunnar er enn fremur sagt frá tveimur tilfellum svipaðra einkenna sem borist hafa til rannsóknar á Keldum. Tilgangurinn var að safna saman í eitt rit upplýsingum sem nota megi til rannsókna á slíkum kvillum í framtíðinni.

Rannsóknin var styrkt af Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image