Námskeið um líffrænar varnir í gróðurhúsum

Dagana 5. til 9. september verður haldið námskeið um lífrænar varnir í gróðurhúsum, í Landbúnaðarháskóla Íslands. Enn eru laus pláss á námskeiði en skráningarfrestur er til 20. apríl. Á námskeiðinu verður fjallað almennt um lífrænar varnir í gróðurhúsum og nýjungar á því sviði. Einnig verður fjallað um sérhæfða þætti lífrænna varna, til dæmis hvernig hægt er að nýta efnaboðskipti plantna til að efla lífrænar varnir í gróðurhúsum. Þá verður fjallað um notkun frjóberandi smádýra í gróðurhúsum. Þá verður farið í skoðunarferð í gróðurhús til að kynna sér notkun lífrænna varna hér á landi. Að lokum verður haldið málþing um lífrænar varnir sem verður opið öllum. Námskeiðið er hluti af doktors- og meistaranema námskeiðsröð norrænna landbúnaðarháskóla (NOVA), en er einnig opið nemendum utan þess samstarfs. Meðal kennara eru fremstu vísindamenn Norðurlanda á þessu sviði, m.a. Heikki Hokkanen - prófessor við Háskólann í Helsinki, Felix Wäckers - forstöðumaður rannsókna og þróunar hjá fyrirtækinu BIOBEST og Velemir Ninkovic - prófessor við Sænska Landbúnaðarháskólann. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu NOVA.

Sjá auglýsingu

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image