Þriðjudaginn 16. Desember hélt LBHÍ þrjár mjög áhugaverðar og vel heppnaðar meistaravarnir í Skipulagsfræði og Umhverfisvísindum.
Varnirnar fóru fram í Geitaskarði á Keldnaholti og í gegnum Teams og voru aðgengilegar öllum áhugasömum. Umfjöllunarefnin spönnuðu mikilvæg svið, allt frá skipulagsgerð í Reykjavík til sjávarvistfræði hnýðinga.
Nemendurnir hlutu mikið lof frá leiðbeinendum og andmælendum fyrir vandaðan frágang, dýrmæt framlög til fræðasviðanna og glæsilega framsetningu á niðurstöðum sínum.
Verjendur meistaraverkefna:
- Sigríður Björk Jónsdóttir (Skipulagsfræði)
- Verkefni: Þýðing og áhrif sögulegra kennileita frá fyrri hluta 20. aldar á skipulagsgerð og þróun hverfishluta í austurhluta Reykjavíkur.
- Þóra Margrét Júlíusdóttir (Skipulagsfræði)
- Verkefni: Hvernig gætu grænir innviðir í deiliskipulagi Nýja Landspítala stuðlað að innleiðingu náttúrumeðferða sem meðferðarúrræðis á Íslandi til að bæta heilsu og vellíðan sjúklinga?
- Lorenzo Rocchi (Umhverfisvísindi)
- Verkefni: Fjöldagreiining á hnýðingum í Skjálfandaflóa og tengsl við þorskafla og sveiflur í sjávarhita.
Landbúnaðarháskóli Íslands óskar nemendunum þrem innilega til hamingju með hafa lokið við þennan stóra áfanga.





