Laus staða: Verkefnastjóri Landgræðsluskólans - GRÓ LRT

Landgræðsluskólinn (GRÓ LRT) óskar eftir að ráða verkefnastjóra tímabundið í spennandi og fjölbreytt starf. Um er að ræða fullt starf frá 15. febrúar 2026 - 31. október 2026.

Landgræðsluskólinn er hýstur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og er hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir hatti UNESCO. Markmið skólans er að þjálfa sérfræðinga sem starfa hjá stofnunum á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar í samstarfslöndum skólans í Afríku og Mið-Asíu.

Landgræðsluskólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og er kostaður af opinberum fjármunum utanríkisráðuneytisins til þróunarsamvinnu. Stærsta verkefni skólans ár hvert er 6 mánaða þjálfun á Íslandi fyrir starfandi fagfólk í samstarfslöndunum þar sem mikil áhersla er lögð á hagnýtingu þekkingar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í faglegri þróun náms og uppbyggingu skólans

  • Þátttaka í kennslu og daglegu skipulagi námsins

  • Umsjón með náms- og kennslumati

  • Umsjón með verkefnavinnu nemenda í samvinnu við leiðbeinendur

  • Þátttaka í verkefnum er lúta að námskeiðum og vinnustofum í samstarfslöndum

  • Miðlun faglegra upplýsinga í töluðu og rituðu máli

  • Gæðaeftirlit og eftirfylgni er varðar niðurstöður gæðaúttekta

  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Meistaragráða á fagsviðum sem tengjast landgræðslu, vistheimt og sjálfbærri landnýtingu

  • Reynsla af rannsóknum og kennslu

  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og sem hluti af teymi

  • Jákvæðni, lausnamiðuð nálgun og framúrskarandi samskiptahæfni

  • Reynsla af störfum á alþjóðavettvangi svo sem þróunarsamvinnu kostur

  • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

  • Íslenskukunnátta er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar þróunar samfélags, nýtingar auðlinda, umhverfis- og loftlagsmála, skipulags, hönnunar og matvælaframleiðslu.

Við ráðningu í störf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 02.01.2026

Nánari upplýsingar veitir

Guðrún Guðjónsdóttir

Tölvupóstur: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

Guðmunda Smáradóttir

Tölvupóstur: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image