Fimmtudaginn 2. október nk. verður Landbúnaðarsafn Íslands opnað formlega á nýjum stað með nýrri sýningu. Safnið er nú til húsa í Halldórsfjósi sem byggt var árunum 1928-29 fyrir 70 mjólkurkýr og var þá annað stærsta fjós landsins. Boðið verður upp á tónlistarflutning, ávörp og veitingar. Ullarselið, sem er sérverslun með ullarvörur og vandað íslenskt handverk, opnar á sama tíma nýja verslun í Halldórsfjósi.
Dagskráin hefst kl. 16:00 og eru allir velkomnir svo lengi sem plássið leyfir.