Jacob Kasper hefur hafið störf sem nýdoktor hjá Landbúnaðarháskólanum í verkefninu Fiskveiðar til framtíðar sem hlaut Öndvegisstyrk úr Rannsóknarsjóð RANNÍS. Hann mun vinna að vistkerfislíkani fyrir hafið í kringum Ísland ásamt samstarfsaðilum við Landbúnaðarháskólan, Hafrannsóknastofnun og Háskóla Íslands auk erlendra samstarfsaðila. Líkanið verður notað til að kanna hvaða áhrif mismunandi fiskveiðistjórnun og loftlagsbreytingar hafa á bæði vistkerfið og hagræna þætti.
Jacob útskrifaðist með Ph.D. gáðu frá Háskólanum í Connecticut í vistfræði og þróunarlíffræði 2021. Hann bjó á Íslandi á árunum 2008-2013 þar sem hann kláraði meistaranám í Haf- og strandveiðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða og bjó síðan á Skagaströnd þar sem hann vann fyrir Hafrannsóknastofun við rannsóknir á hrognkelsum.
Jakob hóf störf í haust og hefur notið fyrstu mánuðanna við LBHÍ mjög og horfir spenntur fram á veginn við verkefnið.