Landbúnaðarháskóli Íslands og Minjastofnun Íslands hafa ákveðið að hefja undirbúning að friðlýsingu gömlu bæjartorfunnar á Hvanneyri ásamt minjum, flæðiengjum og fitjum á bökkum Hvítár. Friðlýsingin mun taka til gömlu húsana, ástýndar staðarins, mannvistarleifa, garða, minningarmarka í kirkjugarði, jarðræktarminja, flóðgarða og áveitukerfa sem tengdust engjarækt á bökkum Hvítár. Er þetta í fyrsta sinn sem fyrirhugað er að friðlýsa húsaminjar og menningarheildir.
Kort af fyrirhugðuð friðlýsingarsvæði.
Boðað er til íbúafundar í Skemmunni á Hvanneyri miðvikudaginn 3. desember kl. 20.00.
Bjarni Guðmundsson og Magnús Sigurðsson minjavörður Vesturlands kynna málið. Ragnar Frank Kristjánsson verður fundarstjóri.
Íbúar Hvanneyrar sem og aðrir íbúar Borgarbyggðar eru hvattir til að mæta.