Gáfu LbhÍ verknámsdagbók frá 1941

Bræðurnir Geir Guðbjörnsson (búfr. Hve. 1963) og Einar Guðbjörnsson  (lauk Reiðmanninum 2015) komu nýlega við á Hvanneyri með skólagögn föður síns, Guðbjörns Einarssonar frá Kárastöðum í Þingvallasveit. Faðir þeirra lauk prófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1941 og þá með einni hæstu lokaeinkunn sem gefin hefur verið í skólanum. Guðbjörn var lengi bóndi á Kárastöðum.
Meðal skólagagna var dagbók Guðbjörns, frá 1941, sem búfræðinemum er gert að halda í verknámi við skólann. Þá voru líka próflausnir Guðbjörns, annars vegar úr prófi í jarðræktarfræði, þar sem hann fékk einkunina 10, og próf í mjólkur- og arfgegnisfræði. Þá var einnig skemmtilegur greinastúfur eftir Guðbjörn um þátt bóndans í umgengi á sveitarheimilum.

Það var gaman að fá þá bræður í heimsókn og bókasafn LbhÍ þakkar fyrir gjöfina.

Háskóli Íslands
Bræðurnir Geir og Einar Guðbjörnssynir ásamt Bjarna Guðmundssyni,
forstöðumanni Landbúnaðarsafns Íslands

 

 

Háskóli Íslands
 

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image