Framleiðnisjóður auglýsir námsstyrki fyrir MSc. og PhD. nema í landbúnaðarvísindum

Framleiðnisjóður landbúnaðarins er leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins og kallar nú eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2018  í eftirfarandi flokkum:

1.       Umsóknir um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á bújörðum á vegum bænda (B flokkur).  Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni og sem líkleg eru til að leiða af sér umtalsverða atvinnusköpun.
2.       Umsóknir um námsstyrki til nema í landbúnaðarvísindum (MSc. eða PhD). Forgangs njóta þeir umsækjendur sem sýna fram á í umsókn sinni að viðkomandi sé líklegur til að starfa að eflingu landbúnaðar í náinni framtíð. Í því samhengi er horft bæði til vals námslínu, sem og efnisvals lokaverkefna.

Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is/eydublod. Umsóknareyðublöð sjóðsins hafa nýlega verið uppfærð og ekki verður tekið við umsóknum á eldri eyðublöðum. Mikilvægt er að vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknareyðublöðunum.

Umsóknafrestur er til 29. Janúar 2018 (póststimpill gildir). Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri. Sími 430-4300 / netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Styrkir þessir eru auglýstir með fyrirvara um fjárheimildir Alþingis til sjóðsins fyrir árið 2018.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image