Isabel C. Barrio og Hlynur Óskarsson hafa hlotið framgang í starf prófessora frá og með 1. júlí s.l.
Akademískir starfsmenn geta árlega sótt um framgang í starfi og er hann jafnan veittur einu sinni á ári, þ.e. í lok skólaárs. Mat á umsóknum er í höndum sérstakrar framgangsnefndar sem byggir á áliti dómnefndar. Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangsnefndar hverjum veita skuli framgang.
Isabel er prófessor og deildarforseti við deild Náttúru & Skóga.
Hlynur er prófessor og umsjónamaður framhaldsnáms LBHÍ einnig við deild Náttúru & Skóga.