Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á námskeið um allt það sem mestu máli skiptir við hænsnahald. Um er að ræða hnitmiðað námskeið sem hentar öllum sem vilja halda hænur á smáum hænsnabúum, til dæmis í þéttbýli.
Á námskeiðinu er fjallað um undirbúning hænsnahalds, hvað það er sem gera þarf til að annast hænur og byrja búskap. Fjallað er um reglugerðir, dýravelferð, hvernig leyfi fyrir hænsnahaldi í þéttbýli er til komið og fleira. Enn fremur er örstutt kynning á Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna (ERL), saga félagsins í stuttu máli, ábyrgð félagsins, ræktunarmarkmið, vottun og sala. Námskeiðið hentar vel fyrir eigendur hænsna í borgum og bæjum og þá sem vilja hefja slíkt hænsnahald, starfsmenn sveitarfélaga (heilbrigðisfulltrúa), bændur og annað áhugafólk um landnámshænur.
Kennari á námskeiðinu er Jóhanna Harðardóttir en hún var einn helsti hvatamaður að stofnun Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna (ERL) á sínum tíma. Jóhanna hefur unnið ötult starf í kringum íslensku landnámshænuna og átti meðal annars heiðurinn af ritun og útgáfu blaðs um landnámshænuna sem kom fyrst út á fyrsta ári eftir stofnun félagsins. Jóhanna situr í stjórn ERL.
Tvö námskeið í boði
Föstudaginn 31. janúar kl. 12-17
Laugardaginn 8. febrúar kl. 12-17
Allar nánari upplýsingar og hvernig hægt er að skrá sig má finna á eftirfarandi vefslóð: https://endurmenntun.lbhi.is/haensnahald/