Grunnnámskeið í bókhaldi

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á hagnýtt grunnnámskeið í bókhaldi sem er sérsniðið að þörfum bænda og rekstraraðila í landbúnaði. Námskeiðið veitir góðan grunn í bókhaldi og hentar öllum sem hafa takmarkaða þekkingu á því sviði. Um leið er námskeiðið góður undanfari fyrir námskeið í dkBúbót sem haldið er 29.  janúar nk. á vegum Endurmenntunar LbhÍ.

Þættir sem farið er yfir á námskeiðinu:
- Grunnatriði bókhalds og skráning færslna
- Flokkun og greining tekna og gjalda í búrekstri
- Reikningagerð og virðisaukaskattur
- Laun og launavinnslur
- Skýrslur, afstemmingar og undirbúningur fyrir skattaskil
- Yfirlit yfir notkun bókhaldsforrita eins og dkBúbót

Námskeiðið er í fjarkennslu og fyrirlestrar aðgengilegir allan sólarhringinn á kennsluvef skólans og fá þátttakendur 1 viku til að fara yfir og tileinka sér námsefnið.

Kennari er Ólafur Haukur Magnússon, M.Acc., aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur Haukur hefur margra ára reynslu af fjármálum og rekstri og hefur lengi kennt námskeiðin Bókhald í búrekstri og Fjárhagsbókhald við LbhÍ. 

Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar: bokhald | Endurmenntun

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image