Dr. Sigríður Björnsdóttir hefur verið ráðin til LbhÍ sem prófessor í hestafræðum

Dr. Sigríður Björnsdóttir hefur verið ráðin til LbhÍ sem prófessor í hestafræðum.

Sigríður er dýralæknir að mennt frá Dýralæknaháskóla Noregs og með doktorsgráðu frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar á sviði myndgreiningar og faraldsfræði. Viðfangsefni doktorsverkefnis hennar var slitgigt í flötu liðum hækilsins (spatt) í íslenska hestinum. Sigríður hefur starfað sem sérgreinadýralæknir hrossa hjá Matvælastofnun í rúm 30 ár og hefur samhliða því starfi stundað umfangsmiklar rannsóknir á heilbrigði og velferð íslenska hestsins. Hún hefur birt hátt á fjórða tug ritrýndra vísindagreina sem spanna breitt fræðasvið: slitgigt, sumarexem, smitsjúkdóma, velferð hestsins í keppni, hæfileika og byggingu hestsins, hreyfieðli, helti, erfðir og þroska. Um 900 tilvitnanir skráðar í verk hennar.

Sigríður hefur verið gestaprófessor við skólann frá árinu 2020 og gestadósent í 5 ár þar á undan. Hún hefur komið að kennslu við skólann og verið virk í leiðbeiningu stúdenta bæði í grunn- og framhaldsnámi.  

Við bjóðum Sigríði hjartanlega velkomna!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image