Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) kynnir spennandi tækifæri fyrir doktorsnema á sviði búvísinda, matvælavísinda, tækni eða líftækni (XLI lota, 2025/2026) sem hluti af sameiginlegu doktorsnámi í UNIgreen háskólanetinu. Við LBHÍ er í boði fullur doktorsstyrkur sem veitir einstakt tækifæri til að vinna að áhrifaríkum rannsóknum í alþjóðlegu akademísku umhverfi.
LBHÍ býður upp á einn fullan styrk fyrir doktorsnema á eftirfarandi rannsóknarsviði: „Stuðningur við vistvæna umbreytingu í landbúnaði í Evrópu: Stefnumótun, nýting auðlinda og nýsköpunar til skölunar í raunstærð (e. Scaling of Innovations in Agricultural Living Labs)(AELLs).” Rannsóknin mun einblína á hlutverk stefnumótunar, nýtingu auðlinda og nýsköpunar til skölunar við raunverulegar aðstæður (AELLs) til að styðja við sjálfbærar breytingar í evrópskum landbúnaði.
Doktorsneminn mun hafa aðsetur við LBHÍ en mun einnig eiga kost á rannsóknardvöl hjá samstarfsháskólum innan UNIgreen háskólanetsins.
Um námið
- Sameiginlegt doktorsnám veitt af samstarfsháskólum UNIgreen
- Fullur styrkur fyrir skólagjöldum og framfærslustyrk (€16.243 á ári)
- Alþjóðlegt rannsóknarsamstarf innan UNIgreen netsins
- Tækifæri til rannsóknardvalar erlendis (lágmark 3 mánuðir)
- Kennsla fer fram á ensku
Hvernig á að sækja um
Umsóknarfrestur er frá 17. mars 2025 til og með 9. maí 2025 (kl. 13:00 CET). Hægt er að sækja um í gegnum sameiginlega umsóknarsíðu: UNIgreen doktorsnám – Umsókn
Nánari upplýsingar um doktorsnámið má finna hér: UNIgreen doktorsnám – Yfirlit
Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara!
Vertu hluti af leiðandi alþjóðlegu doktorsnámi og leggðu þitt af mörkum til nýrra rannsókna um sjálfbæran landbúnað og matvælaframleiðslu. Frekari upplýsingar veitir: