Auglýst eftir kandídat í meistaraverkefni í skógfræði

Nú býðst einstakt tækifæri á að taka rannsóknatengt meistaraverkefni í skógfræði við LbhÍ í samstarfi við Vesturlandsskóga, Skógrækt ríkisins o.fl. aðila.  Markmið meistaraverkefnisins er að finna út hversu mikið viðarmagn er í ræktuðum skógum á öllu Vesturlandi og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að nýta viðinn. Gert er ráð fyrir að meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands taki þátt í að vinna verkið og birti niðurstöðurnar í lokaritgerð sinni.

Félag skógarbænda á Vesturlandi hefur fengið styrk til verkefnisins frá Uppbyggingarsjóði Vesturands, en það mun nýta hann til að styrkja verkefnið. Sumarstarf býðst við rannsóknirnar núna í sumar (2016) og næsta sumar (2017) hjá Vesturlandsskógum (á Hvanneyri)

Nánar um sjálft verkefnið:

Gert er ráð fyrir því að meistaranemi í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands taki að sér að gera mælingarnar í samvinnu við starfsfólk Vesturlandsskóga, sem sjá um að vinna kortagrunn yfir skóga á Vesturlandi, bæði skóga í einkaeigu, ríkisskóga eða skóga félagasamtaka. Meistaraneminn vinnur svo úr gögnunum ásamt leiðbeinanda sínum í samstarfi við Skógrækt ríkisins og Vesturlandsskóga og birtir niðurstöðurnar í meistararitgerð sinni.

Gögnin úr viðarmagns­áætl­un­inni má nota til markaðsgreiningar en um leið að kanna hvort raunhæft sé að stofna til afurðarmiðstöðvar viðarafurða á Vesturlandi. Með stofnun slíkrar miðstöðvar mætti byggja upp fjölbreytta atvinnu- og rannsóknarstarfsemi á sviði skógræktar.

Stefnt er að því að verkefnið hefjist mjög fljótlega og áhugasamir því hvattir til að hafa samband við undirritaðan eða Sigriði Júlíu hjá Vesturlandsskógum (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) hið fyrsta.

Nánari upplýsingar má finna á: http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/2812

Myndin er af sitkagreni í Litla-skarði í Borgarfirði, fengin af skogur.is

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image