Nú býðst einstakt tækifæri á að taka rannsóknatengt meistaraverkefni í skógfræði við LbhÍ í samstarfi við Vesturlandsskóga, Skógrækt ríkisins o.fl. aðila. Markmið meistaraverkefnisins er að finna út hversu mikið viðarmagn er í ræktuðum skógum á öllu Vesturlandi og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að nýta viðinn. Gert er ráð fyrir að meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands taki þátt í að vinna verkið og birti niðurstöðurnar í lokaritgerð sinni.
Félag skógarbænda á Vesturlandi hefur fengið styrk til verkefnisins frá Uppbyggingarsjóði Vesturands, en það mun nýta hann til að styrkja verkefnið. Sumarstarf býðst við rannsóknirnar núna í sumar (2016) og næsta sumar (2017) hjá Vesturlandsskógum (á Hvanneyri)
Nánar um sjálft verkefnið:
Gert er ráð fyrir því að meistaranemi í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands taki að sér að gera mælingarnar í samvinnu við starfsfólk Vesturlandsskóga, sem sjá um að vinna kortagrunn yfir skóga á Vesturlandi, bæði skóga í einkaeigu, ríkisskóga eða skóga félagasamtaka. Meistaraneminn vinnur svo úr gögnunum ásamt leiðbeinanda sínum í samstarfi við Skógrækt ríkisins og Vesturlandsskóga og birtir niðurstöðurnar í meistararitgerð sinni.
Gögnin úr viðarmagnsáætluninni má nota til markaðsgreiningar en um leið að kanna hvort raunhæft sé að stofna til afurðarmiðstöðvar viðarafurða á Vesturlandi. Með stofnun slíkrar miðstöðvar mætti byggja upp fjölbreytta atvinnu- og rannsóknarstarfsemi á sviði skógræktar.
Stefnt er að því að verkefnið hefjist mjög fljótlega og áhugasamir því hvattir til að hafa samband við undirritaðan eða Sigriði Júlíu hjá Vesturlandsskógum (
Nánari upplýsingar má finna á: http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/2812
Myndin er af sitkagreni í Litla-skarði í Borgarfirði, fengin af skogur.is