Anna Guðrún stjórnar úttekt á landbúnaðar- og landnýtingardeild í norskum háskóla

Anna Guðrún Þórhallsdóttir, sérfræðingur í landnýtingu og prófessor við LbhÍ hefur verið beðin um að stjórna úttekt á landbúnaðar- og landnýtingardeild INN háskólans í Noregi og koma með tillögur að framtíðaruppbyggingu - kennslu og rannsóknir- við deildina.   Til aðstoðar hefur hún valið Prófessor Ryan Galt frá Kaliforníuháskóla, UC Davis; Prófessor Vibeke Lange við Kaupmannahafnarháskóla og Prófessor Geir Lieblein við NMBU í Noregi.  Tillögurnar skulu liggja fyrir í maí á þessu ári.

Á undanförnum árum hefur vinna staðið yfir í Noregi við að sameina smærri háskóla í stærri einingar.  INN háskólinn (Inland Norway University of Applied Sciences) var stofnaður í ársbyrjun 2017 og er með starfsemi á 8 stöðum, m.a. í Lillehammer, Hamar og Osló. INN háskólinn er með 13.000 stúdenta og tæplega 1000 starfsmenn.  Skólinn býður uppá 52 BS gráður,  31 meistaranámsleiðir og doktorsnám á á fimm fræðasviðum, þar á meðal Applied Ecology.  Stofnunin rekur IRSAE – International Research School of Applied Ecology  og situr Anna Guðrún í stjórn IRSAE.

Landbúnaðar- og landnýtingardeild INN er staðsett á Blæstad, rétt fyrir utan Hamar.  Þar hefur áherslan verið á sjálfbæran landbúnað og er eini staðurinn sem býður uppá slíkt nám í Noregi. Þar hefur einnig verið boðið uppá meistaranám í sjálfbærum landbúnaði (bærekraftig landbruk/ Sustainable Agriulture ) en áhugi er á að samtvinna þá námsleið við meistaranám í hagnýtri vistfræði (Master in Applied Ecology) sem einnig er kennd við INN háskólann, í náinni samvinnu við IRSAE.

 

 

Að sögn Önnu Guðrúnar er það mikill heiður fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands að prófessor við skólann skuli vera falið að gera ofnagreinda úttekt og koma með tillögur um frekari uppbyggingu kennslu og rannsókna á sviði vistfræðilegs og sjálfbærs landbúnaðar og landnýtingar.  Mun þessi vinna án efa einnig verða mikill ávinningu fyrir LbhÍ og íslenskan landbúnað

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image