Fyrrum nemendur sem fagna 10,20,30,40 og/eða 50 ára útskriftarafmæli eru hjartanlega velkomnir á Hvanneyri til að fagna tímamótunum. Fulltrúum þeirra er bent á að hafa samband við Báru Sif Sigurjónsdóttur á netfangið
Gaman er að segja frá því að á Hvanneyrarhátíðinni sem fram fer 9. júlí nk. verður sett upp sýning á gömlum skólaspjöldum Bændaskólans. Hvanneyrarhátíðin hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu ár áætla aðstandendur að gestir síðustu hátíðar hafi verið á annað þúsund. Markmið hátíðarinnar er að bjóða gestum að heimsækja Hvanneyri og njóta fjölbreyttrar dagskrár í boði heimamanna. Saga Hvanneyrarstaðar og Bændaskólans á Hvanneyri er samtvinnuð og mikilvæg í búnaðarsögu landsins. Tenging fyrrum nemenda Bændaskólans við Hvanneyri er sterk og hjá mörgum er það orðinn fastur liður að sækja Hvanneyrarhátíðina heim þar sem gamlir og góðir tímar eru rifjaðir upp.
Sýningin á gömlu skólaspjöldunum verður haldin í Gamla skóla á meðan á hátíðinni stendur og eru allir velkomnir að líta við.
Hér er hægt að fylgjast með viðburðinum á Facebook