Afmælisárgangar og sýning á skólaspjöldum á Hvanneyrarhátíð

Fyrrum nemendur sem fagna 10,20,30,40 og/eða 50 ára útskriftarafmæli eru hjartanlega velkomnir á Hvanneyri til að fagna tímamótunum. Fulltrúum þeirra er bent á að hafa samband við Báru Sif Sigurjónsdóttur á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 433-5000. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nöfn og prófgráðu afmælisárganga þetta árið. Einungis er hægt að sjá nöfn útskrifaðra nemenda en þeir sem eru að skipuleggja samkomurnar geta fengið ítarlegri upplýsingar með því að hafa samband við Báru Sif.

Afmælisárgangur 2006

Afmælisárgangur 1996

Afmælisárgangur 1986

Afmælisárgangur 1976

Afmælisárgangur 1966

Gaman er að segja frá því að á Hvanneyrarhátíðinni sem fram fer 9. júlí nk. verður sett upp sýning á gömlum skólaspjöldum Bændaskólans. Hvanneyrarhátíðin hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu ár áætla aðstandendur að gestir síðustu hátíðar hafi verið á annað þúsund. Markmið hátíðarinnar er að bjóða gestum að heimsækja Hvanneyri og njóta fjölbreyttrar dagskrár í boði heimamanna. Saga Hvanneyrarstaðar og Bændaskólans á Hvanneyri er samtvinnuð og  mikilvæg í búnaðarsögu landsins. Tenging fyrrum nemenda Bændaskólans við Hvanneyri er sterk og hjá mörgum er það orðinn fastur liður að sækja Hvanneyrarhátíðina heim þar sem gamlir og góðir tímar eru rifjaðir upp.

Sýningin á gömlu skólaspjöldunum verður haldin í Gamla skóla á meðan á hátíðinni stendur og eru allir velkomnir að  líta við.

Hér er hægt að fylgjast með viðburðinum á Facebook

 

 

 

Háskóli ÍslandsHáskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image