Rannsóknir
Rannsóknasvið

Hjá okkur er sérútbúin aðstaða til rannsókna á sviði búvísinda, náttúru- og umhverfisfræða, s.s. fóður- og jarðvegsefnagreininga, sameindaerfðafræði, skógfræði, landgræðslu og jarðvegseyðingar, kolefnisbindingar og losunar gróðurhúsalofttegunda.
Einnig höfum við aðstöðu og tæki til margháttaðra efnagreininga. Sérstaða háskólans felst í hlutfallslega miklu rannsóknastarfi, sem er mikill styrkur þegar kemur að rannsóknatengdu námi, þ.e. námi til meistara- og doktorsgráða.
Sviðsstjóri rannsókna og alþjóðasamskipta
Christian Schultze, sími 433 5000
Deildarfulltrúi
Margrét Ágústa Jónsdóttir
Vísindanefnd
Vísindanefnd
Vísindanefnd stuðlar að eflingu rannsókna og fjármögnun þeirra, m.a. með sókn í samkeppnissjóði. Vísindanefnd er skipuð til tveggja ára í senn og þar sitja deildarforsetar eða einn akademískur fulltrúi tilnefndur af hverri deild ásamt rannsókna- og alþjóðafulltrúa sem boðar til funda.
- Christian Schulze Rannsókna og alþjóðafulltrúi
- Isabel C Barrio Deildarforseti N&S
- Þóroddur Sveinsson Deildarforseti R&F
- Sigríður Kristjánsdóttir Deildarforseti S&H
Rannsóknastofnanir

- Jarðræktarmiðstöð
- Hvanneyrarbúið
- Hestur tilraunasauðfjárbú
- Möðruvellir
- Reykir, umhverfsrannsóknir
- Tilraunagróðurhús Reykjum
- Rannsóknarstofur Keldnaholti
- Rannsóknarstofur Hvanneyri
- Rannsóknarstofur Reykir
