Jarðvegur

Fjölskynjunar innsetning á jarðvegi

Earth Sense  / Skynjun Jarðar / Jordförnimmelse

Theodore Siegmund Teichman hefur fjölbreyttan bakgrunn sem hljóðhönnuður og landslagsarkitekt. Hann hefur verið gestanemandi hjá okkur og búið á Hvanneyri síðastliðið ár sem styrkþegi stofnunar Leifs Eiríkssonar. Theodor hefur verið að kynna sér fjölbreytta skynjun og þverfaglega nálgun um tengsl manna og lífríkis í jarðvegi á Íslandi. Theodor hefur sett rannsóknir sínar saman í fjölskynjunar innsetningu og býður gestum og gangandi að skynja jörðina á sýningu sinni í Norræna Húsinu í Reykjavík frá 10. – 14. ágúst milli kl 12:00 og 17:00. Hún verður opin almenningi frá 12:00 til 17:00

Verkið er unnið í samstarfi og með stuðningi frá Helenu Guttormsdóttur, listamanni og lektor LBHÍ, Agli Sæbjörssyni listamanni, Ólafi Arnalds jarðvegsfræðing og prófessor við LbhÍ, Alejandro Salazar Villegas, jarðvegs örverufræði LBHÍ, Stofnun Sæmundar Fróða og Norræna hússins.

Theodore verður í gróðurhúsinu sýningar dagana til að svara spurningum og búa til rými fyrir samtal um heim jarðvegsins. Endilega komið við, skynjið jörðina á nýjan hátt og deilið frásögnum um jarðveg.

 

Samspil jarðvegs og manns

Íslensk mold geymir sérstæða sögu.  Enda þótt vikur, rauðbrún mold og svartur sandur sé algengur á Íslandi er svo ekki á jörðinni allri. Hver jarðvegsgerð og snið segja sína einstöku sögu – ekki aðeins af jarðfræði, heldur ekki síður af flóknu samspili og samningi á milli loftslags, manna, plantna og dýra.

Sagan er í stöðugri þróun og endurmótun, skilningur breytist og er viðtekinn og sagan í sífellu endursögð,  Það á einnig við um moldina.  Saga jarðvegs á Íslandi er saga hruns vistkerfa.  Hún er efnismikil – um viðkvæma mold en einnig um þá miklu frjósemi sem hún getur haft.  Þetta er saga þeirra dramatísku breytinga á vistkerfum jarðar sem menn geta framkallað.  En þetta er jafnframt saga umhyggju fyrir moldinni, saga af bændum, landgræðslufólki, skógræktarfólki vísindafólki, sagnfræðingum, vistfræðingum og nýsköpunarfólki sem leita sátta við moldina.

Í þessu list tengda rannsóknarverkefni, söfnuðum við sýnum af þessum einstöku jarðvegs gerðum á Íslandi. Vistfræðilega, sögulega og jarðfræðilega, frá virki í Þjórsárdal til votlendisjarðvegs á Hvanneyri. Sýnishornin eru lögð á hljóðborðsgólf með mikrófónum og hátölurum. Gegnum þessa gagnvirku innsetningu geta áhorfendur fengið einstakt tækifæri til að heyra í jarðveginum á jörðinni í stað venjulegrar mannhæða fjarlægðar. Þátttakendum býðst að labba berfættir yfir ólíkar jarðvegsgerðir, hlusta á hljóð  af mismunandi áferð og skynja í rauntíma.

Í grundvallaratriðum segir jarðvegur,  sína einstöku sögu. Hins vegar er spurning hvernig við getum tengst henni. Hljóð gefur okkur einstaka leið til að hafa samskipti við jarðveginn og heim þess sem við hugsum um sem „óvirkt“ vegna þess að hljóð markar samspil við áferð efnislegra efna. Á þennan hátt er hljóð hluturinn sem lýsir eigin umboði í gegnum eigin efnisleika. Samkennd krefst skilnings á öðrum í fjölskynjunar- og fjölþættum samskiptum. Í gegnum listræna þátttöku höfum við tækifæri til að stilla og endurskilgreina skynjun okkar til að skilja flókna heima lífsins handan mannsins.

Viðburðurinn á Facebook 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image