Opið fyrir umsóknir
Náttúrulega framúrskarandi háskóli. LBHÍ sérhæfir sig á sviði náttúrunnar í víðum skilningi. Vilt þú taka þátt í að móta framtíðina? Opið er fyrir umsóknir til 5. júní n.k.
Framtíðarstefna

Starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands snertir öll 17 sjálfbærnimarkmið Sameinuðu Þjóðanna að engu undanskildu. Stefna skólans til framtíðar speglar sig að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og stefnu ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, ósnortin víðerni og verndun náttúru og lífs.
Rannsóknir

Landbúnaðarháskóli Íslands gegnir lykilhlutverki í þeim þáttum samfélagsins sem snúa að þróun landbúnaðar, nýtingu náttúruauðlinda, skipulagsmála, umhverfis- og loftslagsmála sem og samfélagsins og efnahagslífsins í heild. Rannsóknir spila stórt hlutverk í starfsemi okkar sem snýr að lykilsviðum okkar.
Námsframboð

RÆKTUN & FÆÐA
NÁTTÚRA & SKÓGUR
SKIPULAG & HÖNNUN
Spennandi námsleiðir fyrir þig
Fjölbreytt námsframboð í persónulegum skóla






