Verkiðn 2017 í Laugardalshöll 16.-18. marsStarfsmenntabrautir Landbúnaðarháskólans taka þátt í Verkiðn 2017 sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 16. – 18. mars nk. Það eru samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum sem standa að sýningunni og er nemendum í 10. bekk grunnskóla höfuðborgarsvæðisins boðið að koma og kynna sér nám í iðn- og verkgreinum. Þá er höllin opin öllum á laugardeginum þegar keppnir í ýmsum iðn- og verkgreinum fer fram. Í ár ætla nemendur á Skrúðgarðyrkjubraut að taka þátt í keppninni.

Landbúnaðarháskólinn verður með kynningarbás á staðnum þar sem hægt verður að kynna sér nám í búfræði, garðyrkjuframleiðslu, blómaskreytingum, námi á skóga og náttúrufræðibraut og í skrúðgarðyrkju.